Glæný útlagningavél
Góðar fréttir af malbikunarframkvæmdum í sveitarfélaginu
Malbikunarframkvæmdir sveitarfélagsins hafa fengið byr undir báða vængi en Malbikunarstöðin Höfði er framkvæmdaaðili.
Tekin hefur verið í notkun glæný útlagningavél á Austurhólum Selfossi sem lagt getur á báðar akreinar í einu, samskeytalaust í allt að 8,7 metra á breidd. Þetta eykur gæði framkvæmdarinnar og minnkar hættu á holum í samskeytum.