Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn

Götusópun í Árborg vorið 2020

Sveitarfélagið mun á næstu dögum láta sópa götur í Árborg. Ráðin hefur verið verktaki til þess að framkvæma sópunina og mun Íslenska gámafélagið ehf. vinna verkið. Sjá nánar dagsetningar fyrir hreinsun.

Til þess að verkið gangi sem best fyrir sig er þess óskað að íbúar fjarlægi bifreiðar sínar af tilteknum götum þá daga sem götusópun er fyrirhuguð. Gatnahreinsun er framkvæmd með vélsópum og ef gatan er mjög óhrein gæti sópurinn þurft að fara fleiri en eina yfirferð. Við óskum því eftir að íbúar leggi ekki bifreiðum sínum í götuna fyrr en 30 mín. eftir að gatan hefur verið sópuð. Íbúar eru hvattir til að sópa stéttar í sínu nærumhverfi áður en sópun er fyrirhuguð í þeirra götu.
Það er allra hagur að vel takist til og gatan verði hrein fyrir komandi sumar.

Götur verða sópaðar á tilgreindum dagsetningum milli kl. 8:00 - 12:00 og kl. 12:30 - 18:00

Gatnahreinsun 4. maí (mánudagur)
Hlaðvellir, Skólavellir, Sólvellir, Reynivellir, Vallholt, Hrísholt, Merkiland, Víðivellir, Birkivellir, Rauðholt, Hjarðarholt, Stekkholt, Réttarholt, Langholt, Larsenstræti, Tryggvagata

Gatnahreinsun 5. maí (þriðjudagur)
Heiðmörk, Þórsmörk, Grænamörk, Árvegur, Hörðuvellir, Grænuvellir, Fagurgerði, Bankavegur, Miðtún, Jórutún, Ártún, Hellismýri, Hrísmýri, Breiðamýri

Gatnahreinsun 6. maí (miðvikudagur)
Grenigrund, Furugrund, Birkigrund, Ástjörn, Baugstjörn, Bakkatjörn, Fífutjörn, Grundartjörn, Hólatjörn, Hrauntjörn, Aðaltjörn, Seftjörn, Sílatjörn, Urðartjörn

Gatnahreinsun 7. maí (fimmtudagur)
Suðurengi, Lágengi, Miðengi, Dælengi, Starengi, Háengi, Erlurimi, Þrastarrimi, Spóarimi, Lóurimi, Gauksrimi, Álftarimi

Gatnahreinsun 8. maí (föstudagur)
Fossheiði, Úthagi, Heimahagi, Lambhagi, Laufhagi, Reyrhagi, Grashagi, Gagnheiði

Gatnahreinsun 11. maí (mánudagur)
Sigtún, Þóristún, Smáratún, Fosstún, Sóltún, Sléttuvegur, Mánavegur, Seljavegur, Tunguvegur, Engjavegur, Sunnuvegur, Kirkjuvegur, Fossvegur, Lyngheiði, Heiðarvegur, Hafnartún, Selfossbæir

Gatnahreinsun 12. maí (þriðjudagur)
Árbakki, Austurmýri, Hellubakki, Fagramýri, Kringlumýri, Laxabakki, Lækjarbakki, Langamýri, Fífumói, Lyngmói, Tjarnarmói, Urðarmói, Móavegur, Kjarrmói, Starmói, Víkurmói

Gatnahreinsun 13. maí (miðvikudagur)
Álalækur, Bleikjulækur, Eyrarlækur, Laxalækur, Hagalækur, Sílalækur, Urriðalækur, Akraland, Fagraland, Kelduland, Grundarland

Gatnahreinsun 14. maí (fimmtudagur)
Tröllahólar, Dverghólar, Álfhólar, Akurhólar, Birkihólar, Grafhólar, Kjarrhólar, Hellishólar, Kerhólar, Dranghólar, Melhólar, Hraunhólar, Berghólar, Norðurhólar, Suðurhólar, Nauthólar

Gatnahreinsun 18. maí (mánudagur)
Folaldahólar, Kálfhólar ,Hrafnhólar, Tjaldhólar, Gráhella, Fagrahella, Móhella, Hraunhella, Móland, Vörðuland, Vallarland, Stekkjarland, Snæland, Smáraland, Seljaland, Mýrarland, Austurhólar

Gatnahreinsun 19. maí (þriðjudagur)
Eyrarbakki

Gatnahreinsun 20. maí (miðvikudagur)
Stokkseyri

Vinsamlegast hafið samband við mannvirkja- og umhverfissvið ef einhverjar spurningar vakna.
Næturfrost og mikil úrkoma getur riðlað dagsetningum.
Með von um góðar undirtektir og samvinnu.
Mannvirkja- og umhverfissvið Árborga


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

7. ágúst 2020 : Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu

Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu fyrir dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Húsnæðið þarf að vera að lágmarki 370 fermetrar að stærð, á einni hæð og með góðu aðgengi. 

Sjá nánar

4. ágúst 2020 : Sumar á Selfossi og kaffiboði fyrir 75 ára aflýst

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, sem fram átti að fara dagana 06.- 09. ágúst í ár hefur því miður verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica