Götusópun | Vor 2021
Árleg vorhreinsun gatna í Árborg fer af stað á morgun fimmtudag 06.05.2021 og verður unnið eftir eftirfarandi áætlun:
Mikilvægt að færa bíla
Mikilvægt er að bílar séu færðir úr götunni á meðan á götusópi stendur. Það flýtir mjög fyrir og skilar betri þrifum þegar bílar eru færðir og ekki lagt á ný fyrr en hreinsun er að fullu lokið. Þetta gildir eingöngu um almenn stæði í götunni og á landi sveitarfélagsins en ekki stæði innan lóðarmarka íbúðarhúsa og fyrirtækja.
Símaskilaboð send daginn fyrir götuþvott
SMS er sent til íbúa daginn áður til að tryggja að allt gangi sem best fyrir sig en hefðbundnar skiltamerkingar verða enn fremur settar upp til að láta íbúa og gesti sveitarfélagins vita af götusópun. Þetta er tilraunaverkefni sem önnur sveitarfélög hafa tekið upp og hefur reynst vel. Vonast er til að fólk taki vel í þessa nýbreytni sem skilaboðin eru og liðki til við hreinsunina með því að færa bíla sína en það skilar hreinni og fallegri götum.
Kjörið er að sópa gangstéttar fyrir framan húsið sitt áður en götusópun hefst.




