Grenndarstöðvar í Árborg
Nú hafa starfsmenn þjónustumiðstöðvar lokið við uppsetningu á grenndarstöðvum á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Tilraunaverkefni hefur verið í gangi frá 2019 þar sem álíka stöðvum var komið upp við Sunnulækjarskóla með góðum árangri og því ekkert til fyrirstöðu en að halda áfram með verkefnið. Grenndarstöðin er hugsuð sem yfirfall blátunnuefnis heimila sem og staður til að skila af sér gleri.
Á Eyrarbakka er grenndarstöðin við áhaldahús sveitarfélagsins við Búðarstíg en á Stokkseyri er stöðin við áhaldahús sveitarfélagsins við Eyrarbraut 41.
Íbúar eru hvattir til að ganga vel um stöðvarnar og tilkynna til sveitarfélagsins séu stöðvarnar fullar.
Starfsmenn þjónustumiðstöðvar munu setja upp grenndarstöðvar á eftirtölum stöðum í sumar
- Móavegur/Hagalækur
- Engjavegur – bílastæði á íþróttavallarsvæði
- Miðtún/Ártún
- Tjarnarbyggð – gatnamót Norðurgötu/Suðurgötu


