Haustkaffi frístundaheimila Árborgar
Góð mæting var þegar frístundaheimilin buðu til haustkaffis fimmtudaginn 13. nóvember síðastliðinn.
Mikið líf og fjör var á svæðinu þar sem gestir tóku þátt í fjölbreyttum og skapandi verkefnum. Sett voru upp jákvæðnitré þar sem gestir gátu búið til laufblöð með jákvæðum orðum eða myndum og hengt á trén. Einnig gafst tækifæri til að lita fallegar myndir, spila, púsla og búa til kransa.
Gestum var boðið upp á mandarínur, smákökur, heitt kakó og kaffi og nutu margir notalegrar samveru með börnunum.
Ánægjulegt var að sjá hversu margir mættu og tóku þátt í deginum.



