Heiðrún Anna íþróttakona og Heiðar Snær íþróttakarl Árborgar 2025
Fullt hús var í gær á uppskeruhátíð fræðslu- og frístundanefndar Árborgar en tuttugu og fjögur voru tilnefnd sem Íþróttafólk Árborgar 2025.
Það var mikil stemning á Hótel Selfossi í gær þegar hátt í hundrað afreksíþróttafólk í Árborg veittust viðurkenningar fyrir árangur í sinni grein á árinu. Íþróttakona- og karl ársins 2025 eru að þessu sinni bæði úr Golfklúbbi Selfoss.
Íþróttakona Árborgar 2025 er Heiðrún Anna Hlynsdóttir, í öðru sæti varð Védís Huld Sigurðardóttir hestaíþróttakona og í þriðja sæti Eva María Baldursdóttir frjálsíþróttakona.
Íþróttakarl Árborgar 2025 er Heiðar Snær Bjarnason, í öðru sæti varð Egill Blöndal júdómaður og í þriðja sæti hestaíþróttamaðurinn Sigursteinn Sumarliðason.
Sérstök hvatningarverðlaun fræðslu- og frístundanefndar voru veitt Dansakademíunni á Selfossi fyrir kröftugt barna- og unglingastarf.






