Heilsuefling 60+ fyrir eldri íbúa í Árborg
Heilsuræktarnámskeið fyrir eldri íbúa í Árborg hefst fimmtudaginn 2. september nk. kl. 10:30 á frjálsíþróttavellinum á Selfossvelli. Kennari á námskeiðinu er Berglind Elíasdóttir, íþróttakennari og veitir hún allar nánari upplýsingar í síma 867-3229.
Námskeiði verður síðan 2x í viku, þri. og fim. kl. 10:30 - 11:30 og er lögð áhersla á styrktarþjálfun ásamt því að þjálfa þol, jafnvægi og lipurð.
Skráning er óþörf og er allir 60 ára og eldri velkomnir á námskeiðið, þeim að kostnaðarlausu. Tímabil þessa námskeiðs er 2.september til 16.desember. Öllum velkomið að prófa eða bætast í hópinn eftir að námskeiðið er hafið.
Æfinga munu fara fram í nýja fjölnota íþróttahúsinu á Selfossvelli en fyrstu vikurnar í september verður námskeiði kennt bæði úti og í öðrum íþróttahúsum á Selfoss. Kennari veitir nánari upplýsingar um staðsetningu en fyrsti tíminn verður á frjálsíþróttavellinum á Selfossvelli (hittast við grænu gámana).