Heilsuefling 60+ í Árborg fer vel af stað
Námskeiðið er fyrir íbúa í Árborg 60 ára og eldri, þeim að kostnaðarlausu og er þáttur í verkefninu Heilsueflandi samfélag.
Í september hafa æfingarnar farið fram úti á frjálsíþróttavellinum og hefur mikill fjöldi fólks sótt æfingarnar þrátt fyrir ýmis veðurskilyrði.
Vegna mikils áhuga sem námkeiðinu hefur verið sýnt hefur tímunum nú verið fjölgað til þess að dreifa fjöldanum og æft er bæði kl. 9:30 og 10:30 á þriðjudögum og fimmtudögum.
Þann 30. september færast æfingarnar svo inn í nýju íþróttahöllina okkar og höldum við þar ótrauð áfram að efla heilsuna.
Við minnum á facebook hóp verkefnisins Heilsuefling 60+ Árborg