Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn
  • Hendur

Hreinsunarátak 2020

Hreinsunarátak verður í Sveitarfélaginu Árborg 11. - 16. maí. Íbúar eru hvattir til að taka vel í kringum sig eftir veturinn, hreinsa lóðir sínar, tína rusl, sópa gangstéttar og leggja sitt af mörkum til að fegra umhverfið okkar.


Á meðan á hreinsunarátaki stendur fellur gjaldtaka á gámasvæði niður.

Tekið er á móti garðúrgangi á gámasvæðinu við Víkurheiði.

Íbúar eru beðnir um að passa vel upp á að flokka rétt í gámana þar sem blöndun getur rýrt endurvinnslugildið og valdið auknum kostnaði. Eins er fólk beðið um að hafa samband við Sveitarfélagið Árborg í síma 480 1900 eða á netfangið arborg@arborg.is ef gámar eru fullir. 

Opnuartími gámasvæðis 2020

Mánudaga
Þriðjudaga
Miðvikudaga
Fimmtudaga
Föstudaga
Laugardaga
Sunnudaga
kl. 10:00 - 17:00
kl. 10:00 - 17:00
kl. 10:00 - 18:30
kl. 10:00 - 17:00
kl. 10:00 - 17:00
kl. 10:00 - 17:00
Lokað

Opnunartími gámasvæðis gildir til 31. ágúst 2020 

Bílhræ og annað járnadrasl

Sveitarfélagið hefur fengið ábendingu frá eftirtöldum aðilum sem sinna því að koma og hirða bílhræ og járnadrasl á lóðum íbúa, án endurgjalds. Vinsamlegast hafið beint samband við eftirfarandi.

Viddavélar

Viðar | 892 2407

Trukkaverk
Árni Sólon | 698 0690  

Flokkun-sorps

Nánar um flokkun sorps í Sveitarfélaginu Árborg


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

7. ágúst 2020 : Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu

Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu fyrir dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Húsnæðið þarf að vera að lágmarki 370 fermetrar að stærð, á einni hæð og með góðu aðgengi. 

Sjá nánar

4. ágúst 2020 : Sumar á Selfossi og kaffiboði fyrir 75 ára aflýst

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, sem fram átti að fara dagana 06.- 09. ágúst í ár hefur því miður verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica