Hrekkjavaka á tímum farsóttar
Almannavarnir hvetja foreldra og forráðamenn til að halda upp á hrekkjavöku með börnum sínum með öðru sniði í ár vegna samkomutakmarkana.
Hrekkjavakan hefur notið mikilla vinsælda hér á landi síðustu ár og víða hefur skapast sú hefð að börn gangi í hús með „grikk eða gott" en nú er fyrirsjáanlegt að breyting verði á.
Við hvetjum alla forledra og forrráðamenn að sækja innblástur frá Landsamtökum foreldra, en þau hafa tekið saman hugmyndir um búninga, skraut, ratleiki, nammi og deilingar. Hugmyndir á farsóttartímum
Munið að við erum öll almannavarnir, höldum vörnum enn á lofti, fækkum smitum og stefnum á að komast fyrr á betri stað en við erum á í dag. Við getum gert þetta saman og samstaða er besta sóttvarnaraðgerðin!
