Hringferð Sambands íslenskra sveitarfélaga
Í gær tóku stjórnendur og bæjarfulltrúar á móti starfsfólki Sambands íslenskra sveitarfélaga sem er að klára hringferð sína um landið.
Arnar Þór framkvæmdastjóri Sambandsins sagði frá ástæðu hringferðarinnar og ræddi um breytingar innan Sambandsins.
Stjórnendur sveitarfélagsins voru með létta kynningu á sveitarfélaginu þar sem m.a. var farið yfir mannauðsmál og fjármál. Í lokin átti sér stað gott spjall um samstarf Sambandsins og sveitarfélaganna og ræddar voru helstu áherslur í málefnum sveitarfélaganna.
