Húsnæði BES á Eyrarbakka | Nýtt hlutverk
Sveitarfélagið Árborg óskar eftir hugmyndum frá íbúum um nýtt hlutverk fyrir gamla húsnæði Barnaskólans á Eyrarbakka.
Nýtt hlutverk fyrir fyrir gamla húsnæði BES á Eyrarbakka
Vegna myglu sem kom upp árið 2022 var kennslu hætt í húsnæðinu. Nú er hugmyndin að húsnæðið verði lagfært til framtíðar og því fundið nýtt hlutverk sem nýtist samfélaginu.
Hvaða starfsemi sérð þú fyrir þér í húsnæðinu til framtíðar?
Inn á Betri Árborg geta áhugasamir komið sínum hugmyndum á framfæri með einföldum hætti.
Betri Árborg | BES nýtt hlutverk
Opið er fyrir hugmyndir til 1. desember 2024
Sveitarfélagið Árborg mun vinna úr öllum niðurstöðum og leggja fyrir bæjarráð ásamt því að kynna á vefsíðu sveitarfélagsins.
Betri Árborg er ætlað að vera vettvangur fyrir samráð íbúa og bæjarfyrirvalda um ýmis málefni í sveitarfélaginu. Markmiðið er að skapa vettvang til að auka þátttöku íbúa og tækifæri þeirra til að koma sínum hugmyndum á framfæri. Áhugasamir geta því með einföldum hætti, komið sinni ábendingu á framfæri og/eða tekið undir aðra um þau málefni sem eru til umræðu hverju sinni inn á Betri Árborg.
Allar ábendingar og hugmyndir sem koma inn undir Betri Árborg fá viðeigandi farveg sem er útskýrður nánar undir hverju verkefni.