Hvatning til allra íbúa í kjölfar upplýsingafundar Almannavarna
Nú er mikilvægt að við öll sýnum fyllstu aðgát og förum í sýnatöku við minnstu einkenni og mætum ekki á meðal fólks nema að fenginni niðurstöðu.
Íbúar eru hvattir til að fara í sýnatöku finni þeir fyrir eftirfarandi einkennum:
- hósti
- hiti
- andþyngsli
- kvef
- hálsbólga
- beinverkir
- höfuðverkir
- slappleiki
- ógleði
- skert lyktar og bragðskyn
