Íbúar Árborgar orðnir tólf þúsund
Þann 1. júní sl. urðu íbúar í Sveitarfélaginu Árborg í fyrsta skipti tólf þúsund.
Íbúinn sem náði þeim áfanga að teljast númer tólf þúsund fæddist þennan sama dag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.
Það voru Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar og Bragi Bjarnason, bæjarstjóri sem hittu á fjölskyldu unga drengsins sem fæddist 1. júní og færðu þeim gjöf frá Sveitarfélaginu Árborg og Yrju barnafataverslun.
Foreldrar drengsins, sem er tólf þúsundasti íbúinn, eru Margrét Lúðvígsdóttir og Adam Arnar Stefánsson og eiga þau eitt barn fyrir.
Er fjölskyldunni óskað innilega til hamingju með fjölgunina.