Íslandsmót í hestaíþróttum
Miðvikudaginn 28. júní hófst Íslandsmót í fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum á Brávöllum, Selfossi.
Íslandsmót er sterkasta mót ársins
Sérstaklega nú í ár þar sem það er eitt af undirbúnings mótum þeirra knapa og hesta sem stefna á heimsmeistaramótið í hestaíþróttum sem haldið er í Hollandi í ágúst.
Fyrsti dagurinn hófst með keppni á fjórgangi ,150m og 250m skeiði.
Dagurinn gekk mjög vel allan daginn, knapar mættu prúðir og tímanlega til leiks. Efst eftir forkeppni í fullorðinsflokki stendur Jóhanna Margrét Snorradóttir úr hestamannafélaginu Mána efst með hestinn sinn Bárð frá Melabergi með einkunnina 7,90.
Í ungmennaflokki er Jón Ársæll Bergmann með hestinn Frár frá Sandhól efstur með 7,43. Eftir fyrstu tvo sprettina í 150m skeiði fullorðinna er Þorgeir Ólafsson fljótastur á Hátíð frá Sumarliðabæ fljótastur með 14,41sek, í ungmennaflokki er Sigrún Högna Tómasdóttir og Funi frá Hofi fljótust með 15,57sek.
Í 250m skeiði fullorðinna er Konráð Valur Sveinsson og Kastor frá Garðshorni fljótastir með 22,09sek og í ungmennaflokki er Jón Ársæll Bergmann með Rikka frá Stóru-Gröf ytri fljótastir með 23,77sek.
Fimmtudaginn 29. júní verður keppt í fimmgangi F1 og gæðingaskeiði. Föstudag verður keppt í slaktaumatölti og tölti sem er alltaf hápunktur hvers móts.
Dagskrá mótsins hefst alla daga kl. 13:00
Næstu flokkar hefjast á fimmtudag kl. 17:00 og kl. 20:00.
Föstudaginn 30. júní hefst keppni kl. 13:00 með ungmennaflokki T2, kl. 14:30 flokkur fullorðna. Tölt T1 ungmenni hefst kl. 16:40 og fullorðnir hefjast kl. 19:45.