Íþróttavika Evrópu 2024
Íþróttavika Evrópu hefst í dag en fer hún fram dagana 23. - 30. september ár hvert. English below | Język polski poniżej
Markmiðið með þessari viku er að kynna íþróttir og almenna heilsu
Í tilefni vikunnar verður ýmislegt í boði hérna í sveitarfélaginu. Hægt verður að prófa hina ýmsu hreyfingu og fara á fróðlega fræðslu sem snýr að heilsu okkar.
Fyrsti fyrirlesturinn mun einmitt fara fram í kvöld, mánudaginn 23. september, þar sem dr. Erla Björnsdóttir mun fjalla um svefn og tengsl hans við næringu og hreyfingu.
Við viljum hvetja sem flest til þess að taka þátt í þessari skemmtilegu viku sem framundan er en frítt er á alla viðburði vikunnar.