Íþróttavika Evrópu 23.-30.sept
Markmið íþróttaviku er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Íþróttavika Evrópu er haldin 23.-30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Evrópubúar sameinast í þessari viku undir slagorðinu #beActive.
Sveitarfélagið Árborg sem heilsueflandi samfélag hefur sett saman dagskrá í tilefni íþróttavikunnar í samvinnu við góða aðila.
28. september: Hlaupaæfing í Hellisskógi með Frískum flóamönnum, allir velkomnir
- Frískir flóamenn er starfrækur hlaupahópur á Selfossi. Allir velkomnir bæði byrjendur og vanir hlauparar, endurgjaldslaust. Hvetjum íbúa til að kynna sér þeirra frábæra starf og kíkja á æfingu. Hlaupatími Frískra Flóamanna er kl. 17:15 á þriðjudögum og fimmtudögum og kl. 10 á laugardögum. Hlaupið er frá Sundhöll Selfoss. Góð hreyfing í góðum félagsskap
30. september: Þjálfararáðstefna fyrir alla þjálfara í Árborg
- Sveitarfélagið vill í ljósi þeirrar samfélagsumræðu sem átt hefur sér stað undanfarnar vikur að grípa boltann, sýna gott fordæmi og styrkja innviði okkar. Við höfum fengið til liðs við okkur þrjá frábæra fyrirlesara sem ætla að vera með erindi í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands fyrir alla þjálfara í Árborg
02. október Fræðsluganga um Hellisskóg
- Félagar úr stjórn Skógræktarfélags Selfoss munu leiða göngu um Hellisskóg. Áætlað er að ganga góðan hring um skóginn. Mæting kl.10 á aðalbílastæðinu. Áætlaður göngutími er 2 klst og vegalengdin um 3-4 km
- Starfsemi Skógræktarfélagsins Selfoss verður kynnt og uppbyggingu skógarins lýst frá upphafi skógræktar á svæðinu árið 1985
Öllum börnum er boðið frítt að mæta á æfingar og prufa þær greinar sem áhugi er fyrir
- Í samstarfi við Ungmennafélag Selfoss og Selfoss körfu er börnum boðið að prófa æfingar frítt og geta þá kynnt sér hinar ýmsu greinar sem eru í boði
- Inná heimasíðu Árborgar arborg.is má finna hlekk á frístundavefinn þar sem allar frístundir eru tilgreindar sem í boði eru fyrir alla aldurshópa. Hreyfing þarf ekki að kosta og þurfum við aðeins að líta í nærumhverfi okkar, virkja ímyndunaraflið og skella okkur út til að uppfylla ráðlagðan dagsskammt af hreyfingu. Inn á heimasíðunni er einnig að finna hlekk á hjóla, göngu og hlaupaleiðir í Árborg
Langar okkur að hvetja alla íbúa til að taka þátt í íþróttavikunni með því að nýta sér eitthvað af því sem í boði verður, efla og eða auka hreyfingu.
Ábendingar eða fyrirspurnir sendist á dianag@arborg.is