Þjónustusamningur við Skákfélag Selfoss og nágrennis
Sveitarfélagið Árborg og Skákfélag Selfoss og nágrennis hafa endurnýjað þjónustusamning sinn til eins árs.
Það voru þeir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar og Arnar Breki Grettisson, formaður SSON sem skrifuðu undir þjónustusamning sem gildir í ár.
Um er að ræða rekstrarstyrk og styrk til barna- og unglingastarfs. Vonir standa til að með samningnum geti skákfélagið eflt sitt góða starf enn frekar og þannig haldið áfram að vaxa.