Jólaglugginn 2020 | Skráning
Jólastafaleikur sveitarfélagsins verður á sínum stað þetta árið. Við hvetjum fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu til að vera með!
Frá 1. til 24. desember opnar eitt fyrirtæki eða stofnun skreyttan jólaglugga sem inniheldur valinn bókstaf, stundum vel falinn. Börn eru hvött til að taka þátt í jólaratleik þar sem markmiðið er að finna einn bókstaf á dag og með því mynda setningu þar sem lausn við jólaspurningu ársins er að finna.
Fyrirtæki og stofnanir sem vilja taka þátt í jólaglugganum 2020 eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við Jónínu Ástu til að skrá sig og velja dagsetningu fyrir opnun glugga.
Jónína Ásta Ölversdóttir | jonina.asta@arborg.is
Sími 480 1990
Sem fyrr er það “fyrstur kemur fyrstur fær” fyrirkomulagið á úthlutun dagsetninga.



