Jólaljósin kveikt í Árborg fim. 21.nóv.
Fimmtudaginn 21. nóvember verða jólaljósin kveikt í Sveitarfélaginu Árborg
Jólahátíðin nálgast og hér í Sveitarfélaginu Árborg markar tendrun jólaljósanna ákveðið upphaf jólanna á hverju ári.
Fimmtudaginn 21.nóvember nk. kl. 17:40 ætlum við að hittast öll fyrir framan bókasafnið á Selfossi og kveikja á jólaljósunum.
Karítas Harpa Davíðsdóttir og Alexander Olgeirsson ætla að spila fyrir okkur nokkur jólalög og Barna- og unglingakór Selfosskirkju syngur áður en yngsta afmælisbarn dagsins kveikir ljósin með aðstoð starfsmanna framkvæmdasviðs Árborgar á slaginu 18:00.
Skátafélagið Fossbúar gefur gestum og gangandi heitt kakó og verslanir hafa opið fram á kvöld.
Mætum saman og gleðjumst yfir upphafi Jóla í Árborg 2019.
