Jólaskreytingasamkeppni í Árborg 2019
Þá eru komið að hinni árlegu jólaskreytingarsamkeppni í Sveitarfélaginu Árborg. Allir geta verið með, bæði heimili og fyrirtæki. Keppnin snýst um best skreytta fyrirtækið og 3 íbúðarhús í Sveitarfélaginu Árborg.
Tekið er á móti tilnefningum um best skreyta fyrirtækið og íbúðarhúsið til 16.desember hjá Framkvæmda- og tæknideild Árborgar í síma 480 1900 og á netfangið: birna@arborg.is
Dómnefndin fer í skoðunarferð um miðjan desember.
Verðlaunin verða afhent í Bókasafninu á Selfossi fimmtudaginn 19. desember kl. 16:00
Fyrirtæki sem koma að samkeppninni í ár eru eftirfarandi:
- Bíóhúsið
- Byko
- Dagskráin
- Flying Tiger
- Guðmundur Tyrfingsson
- Heimilið og jólin
- HS Veitur
- Húsasmiðjan og Blómaval
- Pylsuvagninn
- Rúmfatalagerinn
- Sjafnarblóm og Litla Garðbúðin
