KIA Gullhringurinn - samhjól og brautarskoðun
Hitað verður upp fyrir hjólreiðakeppnina KIA Gullhringurinn með samhjóli sunnudaginn 16.maí og eru allir velkomnir með. Ræsing á planinu við Hótel Selfoss kl. 10:00.
Skráning fer fram í gegnum Facebook: Skráning í samhjól þar er einnig nánari upplýsingar um viðburðinn.
Hjólakeppnin KIA Gullhringurinn fer síðan fram á Selfosssvæðinu 10. júlí nk. og er Sveitarfélagið Árborg meðal samstarfsaðila.
