KIA Gullhringurinn - undirritun samstarfssamnings
Sveitarfélagið Árborg hefur undirritað samstarfssamning við forsvarsmenn hjólakeppninnar KIA Gullhringsins sem mun fara fram á Selfosssvæðinu 10. júlí nk.
Það voru Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Einar Bárðarson, mótshaldari sem undirrituðu samstarfssamninginn í lok samhjóls um hluta af nýju brautinni. Spennandi verkefni sem mun án efa vekja mikla athygli á svæðinu.
Sveitarfélagið Árborg mun m.a. leggja til framlag vegna vinnu frjálsra félagasamtaka, afnota af ýmsum búnaði í eigu sveitarfélagsins og veita keppendum frítt í sund að lokinni keppni.
Nánari upplýsingar um mótið er inn á www.vikingamot.is
Myndir eru frá GPP og Vikingamótinu


