Kosning á íþróttamanneskjum Árborgar 2025
Fræðslu- og frístundanefnd stendur fyrir kjöri á íþróttamanneskjum Árborgar ár hvert. Í ár eru 10 konur og 14 karlar tilnefnd til að hljóta titilinn.
Síðustu ár höfum við stuðst við netkosningu sem reynst hefur vel. Þannig gefst öllum áhugasömum tækifæri til að taka þátt og hafa áhrif á hver eru valin íþróttamanneskjur Árborgar 2025.
Netkosningin er opin fram að hádegi mánudaginn 29. desember nk. og munu úrslit hennar gilda 20% á móti atkvæðum valnefndarinnar þannig að sú íþróttamanneskja sem endar með flest atkvæði í hverjum flokki fær 18 stig, næst flest atkvæði gefa 15 stig, þriðja sætið gefur 12 stig, fjórða sætið gefur 9 stig og fimmta sæti 6 stig.
Eftirtaldir hafa hlotið tilnefningu í kjöri á íþróttamanneskjum Árborgar 2025
Íþróttakona Árborgar 2025
Agla Ósk Ólafsdóttir | Júdó

Agla var tilnefnd sem efnilegasta Júdókona Íslands árið 2025.
Agla vann til tvenna gullverðlauna (U18 -63kg og U21 -63kg) á vormóti Judosambands Íslands.
Agla keppti einnig erlendis í Lund í Svíþjóð.
Dagný María Pétursdóttir | Taekwondo
Dagný hefur um árabil verið einn sterkasti kvenkeppandi deildarinnar og stefnir hún á norðurlanda mótið í Danmörku í janúar næstkomandi.
Dagný er góður félagi og sýnir alvöru ungmennafélagsanda innan deildarinnar þar sem hún sinnir ýmsum störfum.
Eva María Baldursdóttir | Frjálsar
Eva María er efst á afrekslista Íslenskra kvenna í hástökki á árinu 2025 og í 15.sæti á Evrópulista 20 - 22 ára.
Hún er í Afrekshóp unglinga hjá FRÍ.
Eva María náði lágmarki á EM23 og náði einnig að komast inn á lokamót NCAA í Bandaríkjunum.
Guðmunda Brynja Óladóttir | Knattspyrna
Guðmunda Brynja Óladóttir leiddi lið Selfoss í Lengjubikar og Íslandsmóti 2025 og lyfti tveimur bikörum sem fyrirliði.
Hún kom við sögu í öllum 24 leikjunum og skoraði í þeim 21 mark.
Hún var valin besti leikmaður, sóknarmaður ársins og var markahæst á lokahófi Knattspyrnudeildar.
Heiðrún Anna Hlynsdóttir | Golf
Heiðrún varð Íslandsmeistari í holukeppni.
Hún varð stigameistari GSÍ.
Heiðrún sigraði 4 af 6 stórmótum GSÍ.
Hún setti mótsmet í Korpubikarnum með 11 undir pari.
Heiðrún lék með A landsliði kvenna á Evrópumótinu í golfi og er efst Íslenskra kvenna á heimslista áhugamanna.
Hulda Dís Þrastardóttir | Handbolti
Hulda Dís er lykilleikmaður meistaraflokks Selfoss sem náði besta árangri í sögu Selfoss þegar þær enduðu í 4. sæti á síðasta keppnistímabili. Þar með unnu þær sér inn sæti í Evrópukeppninni sem þær léku svo í núna í haust.
María Sigurjónsdóttir | Suðri Kraftlyftingar
Í Nóvember var Maríu boðið að taka þátt í Kraftlyftingamóti Special Olympics á Heimsmeistaramóti IPF í Rúmeníu.
Samtals þyngd Maríu var 252,5 kg sem er bæting frá mótinu hér heima.
Valdís Una Guðmannsdóttir | Körfubolti
Valdís Una er einn af stofnendum meistaraflokks kvenna hjá Selfoss Körfu og spilar lykilhlutverk með liðinu. Liðið spilar í 1. deild kvenna.
Valdís Una hefur spilað 9 leiki og skorað í þeim 120 stig og gefið 16 stoðsendingar.
Védís Huld Sigurðardóttir | Hestaíþróttir
Védís keppti á fjölmörgum mótum með frábærum árangri. Védís hefur sýnt hvað þrotlaus vinna og eljusemi getur skilað sér.
Hún varð tvöfaldur Íslandsmeistari og heimsmeistari í fjórgangi og tölti ungmenna.
Védís var jafnframt valin knapi ársins í ungmennaflokki hjá Sleipni.
Fyrirmyndarknapi sem sýnir ávallt faglega framkomu og er félaginu til mikils sóma.
Victoria Ann Vokes | Fimleikar
Victoria Ann er metnaðarfull og framúrskarandi fimleikakona sem hefur náð eftirtektarverðum árangri með sínu liði sem og landsliðum síðastliðin ár.
Victoria varð Íslandsmeistari í 1. flokki og Bikarmeistari í 1. Flokki í ár.
Íþróttakarl Árborgar 2025
Arnar Helgi Arnarsson | Júdó
Arnar Helgi tók þátt í Norðurlandamótinu í Judo í Bröndby.
Arnar lenti í 2. sæti á mótinu í fyrsta flokki undir 21 árs.
Arnar keppti einnig í flokki fullorðna á mótinu og stóð sig með ágætum.
Arnar sigraði vormót í undir 100kg flokki.
Aron Lucas Vokes | Knattspyrna
Aron Lucas Vokes spilaði 23 leiki í deildar- og bikarkeppni á tímabilinu.
Í þeim leikjum kom hann að 10 af 34 mörkum liðsins.
Hann skoraði sjö og lagði upp þrjú.
Aron Lucas var svo í lokahófi félagsins valin bestur, markahæstur og besti miðjumaður liðsins.
Egill Blöndal | Júdó
Egill Blöndal hefur um árabil verið einn öflugasti Judomaður landsins. Hefur hann unnið til fjölda verðlauna innan og utanlands.
Egill er lykilmaður í starfi deildarinnar og er heiður að hafa slíka fyrirmynd í íþróttastarfi Selfoss.
Eiður Hilmar Sigmundsson | Fimleikar
Eiður Hilmar var valinn fimleikamaður ársins hjá Fimleikadeild Selfoss en hann er metnaðarfullur, jákvæður og virkilega efnilegur fimleikamaður sem hefur náð góðum árangri í fimleikum á síðustu árum.
Einar Gíslason | Píla
Einar Gíslason tók þátt í 4 af 6 mótum í mótaröð Flórídana deildarinnar. Byrjaði mótaröðina í neðri deildum og vann sig snögglega upp.
Einar tók einnig þátt í Nordic & Baltic mótaröðinni með góðum árangri þar sem hann náði lengst allra íslendinga eða í 8 liða úrslit.
Eric Máni Guðmundsson | Motocross
Eric er fimmfaldur Íslandsmeistari í Motocross og hefur einnig náð mjög góðum árangri í Enduro.
Hann keppti fyrir Íslands hönd á Motocross of Nations.
Hann er metnaðarfullur, stundar sportið af kappi hérlendis og erlendis.
Hannes Höskuldsson | Handbolti
Hannes er burðarás í meistaraflokksliði Selfoss.
Hannes hefur sannað sig sem mikilvægur leikmaður fyrir félagið bæði varnar- og sóknarlega.
Hann er fyrirmynd innan og utan vallar fyrir aðra iðkendur félagsins.
Heiðar Snær Bjarnason | Golf
Heiðar Snær vann sinn fyrsta einstaklings sigur í Bandaríska Háskóla golfinu ásamt tveimur liðs sigrum með West Virgina Tech.
Hann var í 12. sæti á Íslandsmótinu í golfi.
Hann var fyrsti kylfingur sögunnar að fara Holu í höggi í beinni útsendingu.
Hjálmar Vilhelm Rúnarsson | Frjálsar
Hjálmar er í fremstu röð í frjálsum íþróttum í fullorðinsflokki á Íslandi. Varð bæði Íslands- og Bikarmeistari í hástökki karla utanhúss 2025. Hjálmar er einn af allra sterkustu tugþrautarmönnum U-18 í Evrópu, náði 8. sæti á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar og 5. sæti á Norðurlandameistaramótinu.
Kristinn Ásgeir Þorbergsson | Knattspyrna
Kristinn Ásgeir fór fyrir liði Árborgar á liðnu keppnistímabili þar sem að liðið endaði í 3. sæti, 4. Deildar.
Kristinn bætti sig gríðarlega á milli tímabila og skoraði 21 mark í 24 leikjum í öllum keppnum í sumar.
Pétur Hartmann Jóhannsson | Körfubolti
Pétur Hartmann Jóhannsson leikmaður Selfoss Körfu átti frábært keppnisár árið 2025.
Hann lék stórt hlutverk með sterkum yngri flokkum félagsins á landsvísu ásamt því að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki félagsins.
Hann lék með U18 liði Íslands á Norðurlandamóti og Evrópumóti síðastliðið sumar og stóð sig þar með miklum sóma.
Sigurjón Ægir Ólafsson | Suðri Frjálsar
Sigurjón Ægir er fulltrúi Special Olympics í Lyftingum á heimsvísu. Eftir Special Olympics í Berlín 2023 hefur orðið þvílík aukning í lyftingum á heimsvísu hjá iðkendum með þroskaraskanir og sjúkdóma.
Sigursteinn Sumarliðason | Hestaíþróttir
Sigursteinn hefur átt farsælan feril með Krókus frá Dalbæ til margra ára en þeir félagar eru orðnir sigursælasta parið sem keppt hefur fyrir félagið. Sigursteinn var kosinn knapi ársins hjá Sleipni annað árið í röð eftir frábært ár.
Í ágúst héldu Sigursteinn og Krókus leið sína til Sviss á HM og náðu þeir glæsilegum árangri og urðu tvöfaldir silfurhafar í 250 m og 100 m skeiði.
Úlfur Darri Sigurðsson | Taekwondo
Úlfur Darri átti mjög gott keppnisár þar sem hann keppti í bæði bardaga og formum og náði hann frábærum árangri í báðum greinum.
Úlfur Darri stefnir á norðurlandamótið sem haldið verður í Danmörku í janúar næst komandi.
