Kveðja til Grindvíkinga frá Sveitarfélaginu Árborg
Fyrir hönd íbúa í Sveitarfélaginu Árborg vill bæjarstjórn Árborgar senda einlægar og hlýjar kveðjur til íbúa Grindavíkur.
Kraftar náttúrunnar geta verið miskunnarlausir og það er átakanlegt að horfa til þess sem er að gerast fyrir samfélagið í Grindavík. Við Íslendingar erum vön ýmsu þegar kemur að þeim miklu náttúruöflum sem geta lamað okkar daglega líf og valdið skemmdum á eignum. Á svona tímum stöndum við saman og áfram þegar kemur að því að byggja upp að hamförum loknum.
Hugur okkar allra er hjá íbúum Grindavíkur, viðbragðsaðilum og öðrum sem koma að þeim krefjandi aðstæðum sem nú eru uppi. Með kærri kveðju og ósk um að yfirstandandi hamförum fari að ljúka.
Bæjarstjórn Árborgar