Landsfundur LEB haldinn á Selfossi
Landssamband eldri borgara hélt landsfund á Selfossi miðvikudaginn 26. maí. Fundurinn var vel sóttur og mættu um 150 manns á fundinn.
Fundargestum var í framhaldi boðið í heimsóknir í dagdvalir aldraðra í Sveitarfélaginu Árborg. Árblik sem flutti í nýtt húsnæði árið 2018 og Vinaminni, sértæka dagdvöl fyrir heilabilaða sem fór í nýtt húsnæði í febrúar 2021. Fundargestir höfðu margir orð á því hversu góð aðstoða væri í báðum dagdvölunum.
Gísli Halldórsson bæjarstjóri og Heiða Ösp Kristjánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu héldu framsögu í kvöldverðaboði á Hótel Selfossi eftir að landsfundi lauk. Fundarmönnum var kynnt starfsemi sveitarfélagsins og þeim verkefnum sem eru framundan.
Helgi Pétursson var kosinn nýr formaður Landssamband eldri borgara á fundinum og er honum óskað velfarnaðar í starfi.


