Leiksvæði við Akraland á Selfossi
28. ágúst 2019
Í ljósi umræðu á samfélagsmiðlum um leiksvæði í Löndunum er rétt að upplýsa að gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir að leiksvæði verði við Akraland í framtíðinni. Í fullbúnu hverfi verður það leiksvæði nokkurn veginn fyrir miðju sunnanverðu hverfinu. Deiliskipulagið má skoða betur hér:
http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/DisplayDoc.aspx?itemid=14636251054571718478
Fyrirhugað leiksvæði við Akraland er nú í forhönnun og má sjá tillögu hönnuða á meðfylgjandi teikningu. Að auki má nefna að nýr leikskóli er í farvatninu við Engjaland, í norðausturhorni hverfisins, og mun leikskólalóðin nýtast sem leiksvæði. Einnig er gert ráð fyrir leiksvæði við hliðina á leikskólanum sem mætti hugsa sem þemaleiksvæði, t.d sparkvöll/battavöll sem uppfyllir allar öryggiskröfur. Vinna við hönnun leiksvæðanna er mislangt komin en stefnt er á að leiksvæðið við Akraland verði tilbúið 2020.
Þó vissulega sé ástæða til að fagna frumkvæði íbúanna við Vallarland, í að gera vel við börnin, þá getur sveitarfélagið ekki komist upp með að leyfa á opnum svæðum leiktæki sem ekki samræmast kröfum Vinnueftirlitsins og reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim. Reglurnar eru strangar í þágu barnanna og varla nokkur sem vill hafa það á samviskunni ef illa fer.
Akraland á Selfossi - leikvöllur