Listahátíðin Oceanus Hafsjór á Eyrarbakka | Hafrót
Dagana 9. - 30. september 2024 mun alþjóðlega listsýningin og vinnustofan Oceanus/Hafsjór, “HAFRÓT” fara fram á Eyrarbakka.
Sýningaropnun verður helgina 28. til 29. september 2024 og mun sýningin einning vera opin fyrstu helgina í október, og verða þannig hluti af Menningarmánuðinum október í Árborg.
Opnunarhátíð verður laugardaginn 28.september kl 14.00
Opnunartími sýningar
- Laugardagur 28. september kl. 14:00 - 18:00 (sýningaropnun)
- Sunnudagur 29. september kl. 13:00 - 18:00
- Laugardagur 5. október kl. 13:00 - 18:00 (Menningarmánuðurinn október)
- Sunnudagur 6. október kl. 13:00 - 18:00 (Menningarmánuðurinn október)
Sýningin, gjörningar, dans, tónlist og performance, munu mögulega fara fram í Kartöflugeymslunni, verksmiðjuhúsnæði, Rauða húsinu, þorpsversluninni útihúsum við byggðasafnið og möglulega fleiri óhefðbundnum sýningarrýmum víðs vegar um þorpið á Eyrarbakka, úti og inni.
Upplýsingar um tónlistar, dans og gjörninga og aðra viðburði verður tilkynnt um síðar, á heimasíðu hátíðarinnar www.oceanushafsjor.com og á samfélagsmiðlum. Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um listamennina.
Upplýsingar er einning að finna á Instagramsíðu verkefnisins; oceanus_hafsjor og fésbókarsíðunni; Hafsjór - Oceanus
Helsta markmið verkefnisins er að efla menningarstarfsemi og listsköpun á svæðinu og í nágrenni þess
Gefa kost á, og virkja almenning til listsköpunnar. Vekja áhuga á menningu og sögu okkar sem fyrirfinnst ríkulega á Eyrarbakka. Annað mikilvægt markmið er að auka víðsýni og efla tengingar við framandi menningarheima og hleypa auknu lífi í og fá sýn annra á samfélagið okkar. Eyrarbakki verður í brennidepli, iðandi af lífi og íbúar héraðsins og aðrir gestir, finna, upplifa og taka mögulega þátt í undirbúningi og verða þannig partur af hátíðinni. "Glöggt er gests augað" segir einhversstaðar og það verður áhugavert að sjá túlkun listafólksins á umhverfi og menningu okkar.
Þátttakendur í sýningunni eru 19 listamenn frá Slóvakíu, Póllandi, Þýskalandi, Mauritius, Frakkalandi, Japan, Mexíkó, Ítalíu, Kanada og Íslandi. Þeir munu flestir dvelja á Eyrarbakka í 3 vikur og vinna að list sinni.
Listamennirnir eru myndlistarfólk, tónlistarfólk, ljósmyndarar, gjörningalistafólk, dansarar og rithöfundar.
Listamönnunum sem er boðin þátttaka núna eru að hluta til þeir sömu og í fyrra og að hluta til nýjir aðilar. Þeir dvelja í einkahúsum á Eyrarbakka og þiggja fæði í boði verkefnisins.
Það er mikilvægt að halda áfram þessu starfi sem vel tókst, efla enn frekar menningu á staðnum, og vökva fræin sem sáð var hér í fyrra.
Undanfarin ár hafa listamenn boðið leikskólabörnum og skólabörnum á Eyrarbakka og Stokkseyri á vinnustofur sínar og gert með þeim ýmis verkefni. Í ár er Oceanus einnig í samstafi við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.
Listamenn “HAFRÓT” 2024
Auðunn Kvaran Ísland
Auður Hildur Hákonardóttir Ísland
Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir Ísland
Becky Fortsythe Kanada/Ísland
Bragi Hilmarsson Ísland
Christine Gísla Ísland
Dario Massarotto Ítalía/Ísland
Genevieve Bonieux Mauritius/France
Hekla Dögg Jónsdóttir Ísland
Hera Fjord Ísland
Yuliana Palacios Mexíkó/ Ísland
Jörg Paul Janka Þýskaland
Manou Soobhany Mauritius
Margrét Norðdahl ísland
Piotr Zamjoski Pólland
Soffía Sæmundsdóttir Ísland
Tei Kobayashi Japan
Teitur Björgvinsson Ísland
Xenia Imrova Slóvakía.
Sjálf listahátíðin verður lyftistöng fyrir samfélagið því á næstu vikum munu listamennirnir vinna verk sín á Eyrarbakka og efalaust sækja innblástur úr samfélaginu og náttúru.
Nánari upplýsingar um listhátíðina má sjá á samfélagsmiðlum og á heimasíðunni www.oceanushafsjor.com