Ljósleiðarar í Árborg
Í mars 2018 undirrituðu Sveitarfélagið Árborg og Gagnaveita Reykjavíkur samkomulag um ljósleiðaravæðingu alls þéttbýlis í sveitarfélaginu.
Gagnaveitan hefur unnið að lagningu í þéttbýli Selfoss undanfarna mánuði og er sá hluti verkefnisins vel á veg kominn. Í júní s.l. undirrituðu sömu aðilar síðan samkomulag um lagningu ljósleiðara í dreifbýli Árborgar.
Verkefninu er skipt í tvo áfanga; 1. áfangi nær til rúmlega 40 heimila suður af Selfossi en 2. áfangi nær til um 20 heimila sem eru nær Stokkseyri og Eyrarbakka. Þetta samkomulag vart gert í framhaldi af úthlutun Fjarskiptasjóðs á styrk til lagningar ljósleiðara um dreifbýli sveitarfélagsins. Stefnt er að því að tengja öll heimili í 1.áfanga fyrir 20.12.2019 í beinu framhaldi verður haldið áfram með tengingar í 2.áfanga.
Tengigjald (stofngjald) hvers notanda er kr. 250 þúsund, með virðisaukaskatti. Jarðvinnuverktaki, Steingarður ehf, annast lagningu pípna frá dreifistöð á Selfossi til heimila (notenda) og stendur sú vinna yfir. Fulltrúar verktakans og/eða Gagnaveitunnar hafa samband við þá notendur sem rétt eiga á tengingu samkv. reglum Fjarskiptasjóðs og óska eftir undirritun á umsóknareyðublöð, þ.e. ef þeir samþykkja að ljósleiðari verði tengdur viðkomandi heimili eða starfsstöð. Heimili sem uppfylla reglur Fjarskiptasjóðs, og eiga þannig rétt á ljósleiðaratengingu gegn 250 þús. króna greiðslu, má sjá í töflu hér að neðan. Aðrir staðir, t.d. sumarhús o.fl., sem ekki hljóta styrk sjóðsins, geta að sjálfsögðu tengst ljósleiðarakerfinu, slíkir aðilar greiða þá sama tengigjald auk kostnaðar vegna heimtaugar.
| Staðir skv. 1. áfanga | Staðir samkv. 2. áfanga | |
| Austurás | Lækjargarður | Bjarmaland |
| Austurkot m/Ásakoti | Lækjaskógur | Brattsholt |
| Ásamýri hús 1 | Móskógar | Brautartunga |
| Ásamýri hús 2 | Nýibær | Eystri-Grund |
| Austurmúli 3 | ||
| Björk | Nýibær 1 | Eystri-Grund lóð |
| Dísarstaðir | Nýibær lóð | Gamla-Hraun 1 |
| Dísarstaðir lóð 2 | Nýibær lóð | Gamla-Hraun 2 (lóð 2) |
| Eyði-Sandvík | Nýibær lóð 4 | Holt 1 |
| Fossmúli | Nýibær lóð 5 | Holt 2 |
| Geirakot | Smjördalir | Holt 3 |
| Geirakot land | Sóley | Hraunhlaða |
| Hreiðurborg | Stekkar 2 | Hoftún (Kakkarhjáleiga ) |
| Kaldaðarnes | Stekkar lóð | Óseyri |
| Kaldaðarnes II | Stóra-Sandvík 3 | Sólvangur (Vallanes) |
| Kotferja 2 | Stóra-Sandvík 4 | Syðra-Sel |
| Litla-Sandvík 1 | Stóra-Sandvík 5 | Tóftir |
| Ljónsstaðir | Stóra-Sandvík 6 | Vestra-Stokkseyrarsel |
| Ljónsstaðir lóð | Stóra-Sandvík lóð 1 | Vestri-Grund land (1) |
| Ljónsstaðir lóð | Strokkhólsvegur 4 | Vestri Grund |
| Ljónsstaðir lóð | Strokkhólsvegur 7 | Vestri Grund 3 |
| Lækjamót 2 | Votmúli 1 | Vonarland |
