Lóðir til úthlutunar
Árborg auglýsir lóðir til endurúthlutunar.
Um er að ræða einbýlishúsalóðirnar Hagalækur 5 og Hagalækur 7, staðsettar í Hagalandi í nágrenni við flugvöll Selfoss. Lóðirnar og upplýsingar um þær má finna á landupplýsingavef sveitarfélagins . Þar verður einnig hægt að sækja rafrænt um lóðirnar. Umsóknarfrestur er til 16. október 2020.
