5. febrúar 2020

Lögð fram þingsályktunartillaga um menningarsal Suðurlands á Selfossi

Nokkrir þingmenn af Suðurlandi hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu menningarsalar Suðurlands á Selfossi. 

Í tillögunni er lagt til við Alþingi að mennta- og menningarmálaráðherra sé falið að leita samninga við Sveitarfélagið Árborg um að ljúka gerð menningarsalar Suðurlands á Selfossi. Samningurinn eigi þá að taka gildi árið 2020 og uppbyggingu salarins að ljúka eigi síðar en árslok 2021. 

Sveitarfélagið Árborg fagnar tillögunni en í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir fjármunum í menningarsalinn sem og gerir sveitarfélagið ráð fyrir fjármagni í sínum áætlunum til að vinna geti hafist á árinu við hönnun á salnum. Sveitarfélagið hefur sent umsögn um þingsályktunartillöguna og er hægt að lesa hana hér að neðan ásamt tillögu þingmannanna. 

Þingsályktunartilllaga

Umsögn Sveitarfélagsins Árborgar 


Var efnið hjálplegt? Mætti bæta

Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

21. febrúar 2020 : Leikskólanum Álfheimum veitt viðurkenning

Á Ráðstefnu Landverndar hlaut leikskólinn Álfheimar viðurkenningu. Við getum öll haft áhrif. Ráðstefna Skóla á grænni grein 2020 var yfirskrift ráðstefnu Landverndar sem var haldinn 7. febrúar sl. Þar var fjallað um þær áskoranir sem fylgja skólastarfi á tímum loftslagsbreytinga og var sjónum beint að valdeflandi aðferðum og verkfærum sem nota má með nemendum.

Sjá nánar

20. febrúar 2020 : Útboð

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í verkið: „Lausar kennslustofur við Vallaskóla 2020“.

Verkið felur í sér smíði og uppsetningu á tveimur færanlegum kennslustofum og tengigangi, á lóð Vallaskóla á Selfossi. 

Sjá nánar

18. febrúar 2020 : Vor í Árborg 2020 - tillögur og hugmyndir

Menningar- og bæjarhátíðin „Vor í Árborg 2020″ verður haldin 23.- 26. apríl nk. Skipulagning er á undirbúningsstigi og hvers kyns tillögur að dagskráratriðum og/eða hugmyndum um menningarviðburði eru vel þegnar. Hér með er óskað eftir þátttöku félaga og samtaka, einstaklinga og áhugahópa, fyrirtækja og stofnanna.  

Sjá nánar

17. febrúar 2020 : Fundarboð

Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 19. febrúar 2020 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl.17:00.

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica