Kórónaveiran / Covid-19

Nánari upplýsingar um kórónaveiruna Covid-19 frá embætti landlæknis.


5. febrúar 2020

Lögð fram þingsályktunartillaga um menningarsal Suðurlands á Selfossi

Nokkrir þingmenn af Suðurlandi hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu menningarsalar Suðurlands á Selfossi. 

Í tillögunni er lagt til við Alþingi að mennta- og menningarmálaráðherra sé falið að leita samninga við Sveitarfélagið Árborg um að ljúka gerð menningarsalar Suðurlands á Selfossi. Samningurinn eigi þá að taka gildi árið 2020 og uppbyggingu salarins að ljúka eigi síðar en árslok 2021. 

Sveitarfélagið Árborg fagnar tillögunni en í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir fjármunum í menningarsalinn sem og gerir sveitarfélagið ráð fyrir fjármagni í sínum áætlunum til að vinna geti hafist á árinu við hönnun á salnum. Sveitarfélagið hefur sent umsögn um þingsályktunartillöguna og er hægt að lesa hana hér að neðan ásamt tillögu þingmannanna. 

Þingsályktunartilllaga

Umsögn Sveitarfélagsins Árborgar 


Var efnið hjálplegt? Mætti bæta

Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

3. apríl 2020 : Rakninga-app

Við hvetjum alla til að setja upp Rakning C-19 appið til að hjálpa til við rakningu þegar upp koma smit.

Sjá nánar

3. apríl 2020 : Úthlutun úr húsafriðunarsjóði árið 2020

Þann 30. mars tilkynnti Minjastofnun Íslands að úthlutað hefði verið úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2020. Styrkir úr húsafriðunarsjóði eru veittir með tilliti til varðveislugildis húsa sem um ræðir.
Samtals voru veittir styrkir að upphæð 304.000.000 kr. 

Sjá nánar

2. apríl 2020 : Verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna

Í maí 2019 barst erindi til bæjarráðs Árborgar frá UNICEF þar sem öll sveitarfélög eru hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum. Samkvæmt nýlegri tölfræði hefur tæplega 1 af hverjum 5 börnum hér á landi orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur.

Sjá nánar

2. apríl 2020 : Heilræði á tímum kórónuveiru

Embætti landlæknis hefur tekið saman tíu heilræði sem er gagnlegt að huga að til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan á þessum tímum. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica