Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn
  • 1-3.-saeti

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2020

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk var haldin í Grunnskólanum í Hveragerði 5. mars 2020 og var hin hátíðlegasta að vanda. Lokahátíðin er samstarfsverkefni grunnskólanna, Radda, skólaþjónustu Árborgar og Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. 

Skólarnir sem áttu fulltrúa á þessari lokahátíð voru Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, Grunnskólinn í Hveragerði, Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Sunnulækjarskóli og Vallaskóli. Á lokahátíðinni kepptu þrír nemendur frá hverjum skóla sem höfðu verið valdir í forkeppnum í sínum skóla.

Áður en sjálf keppnin hófst flutti Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur, keppendum og gestum skemmtilegt ávarp. Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Árnesinga voru flutt í upphafi og á milli lestra sem gaf samkomunni hátíðarblæ.

Í fyrstu umferð lásu keppendur svipmyndir úr skáldsögunni Stormsker eftir Birki Blæ Ingólfsson. Í annarri umferð voru lesin valin ljóð eftir Jón Jónsson úr Vör. Í lokaumferðinni voru lesin ljóð að eigin vali. Verðlaunahafar frá í fyrra, þau Guðjón Árnason og Álfrún Diljá Kristínardóttir, lásu kynningar á skáldum keppninnar.

Dómnefndin var skipuð þeim Jóni Hjartarsyni fyrir hönd Radda, Ásmundi Sverri Pálssyni, íslenskufræðingi, og Elinborgu Sigurðardóttur, fyrrverandi kennsluráðgjafa og sérkennara.

Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og hafnaði Ársæll Árnason úr Sunnulækjarskóla í 1. sæti, Emilía Ýr Ólafsdóttir í 2. sæti og Erla Björt Erlingsdóttir í 3. sæti en þær eru báðar úr Grunnskólanum í Hveragerði.

  • Arsaell-med-kennurum
  • 1-3.-saeti

Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Gámasvæðið við Víkurheiði lokað 17.júlí vegna veðurs

Vegna veðurs verður gámasvæðið við Víkurheiði á Selfossi lokað í dag fös. 17. júlí. 

Sjá nánar

8. júlí 2020 : Innanbæjarstrætó í Árborg - bætt við ferð fyrir hádegi virka daga

Sveitarfélagið Árborg hefur í samstarfi við Strætó bætt við ferð á virkum dögum fyrir hádegi á leið 75 sem keyrir innan Árborgar. Þessi ferð fer frá Selfossi kl. 9:33 og keyrir milli Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakka.

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica