Malbikun á Selfossi
Fyrirhugaðar eru malbikunarframkvæmdir á Selfossi vikuna 15 – 19. júní nk. Framkvæmdirnar eru háðar veðri og gæti rigning háð framkvæmdunum og þær dregist ef veður hamlar yfirlögn malbiks.
Þær götur sem lagt verður malbik yfir að hluta að þessu sinni eru Miðengi, Lágengi, Suðurengi og Norðurhólar. Verktakafyrirtækið Malbik og völtun ehf. sér um framkvæmdirnar og eftirlitsaðili framkvæmda er EFLA verkfræðistofa.
Mannvirkja- og umhverfissvið
