Mannauðsstefna Árborgar 2024 - 2028
Mannauðsstefna sveitarfélagsins var unnin í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Attentus frá september 2023 til mars 2024.
Ráðgjafar frá Attentus stýrðu rýnihópavinnunni og tóku saman niðurstöður í samstarfi við mannauðsdeild sveitarfélagsins.
Breiður hópur starfsfólks sveitarfélagsins, um 80 starfsmenn og 20 stjórnendur tóku þátt í vinnunni í gegnum rýnihópavinnu en myndaðir voru 7 rýnihópar.
Leiðarljós mannauðsstefnunnar birtust smám saman þegar unnið var úr gögnunum og byggja á niðurstöðum úr rýnihópavinnunni.
Leiðarljósin eru; Framsækin - Umhyggjusöm - Fjölbreytt - Samheldin
- Framsækin - Við stuðlum að framsækni og stöðugri þróun
- Umhyggjusöm - Í sameiningu sköpum við jákvætt starfsumhverfi með lausnamiðaða hugsun að leiðarljósi
- Fjölbreytt - Við erum með heilbrigða vinnustaðamenningu og hámörkum árangur okkar með því að stuðla að fjölbreytileika í allri okkar starfsemi
- Samheldin - Við stefnum í sömu átt, höfum skýra sýn og sameiginleg markmið
Stefnunni er fylgt eftir með markmiðum og aðgerðaráætlun fyrir hvert leiðarljós.