Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn

Markaskrá 2020

Enn eiga nokkrir eftir að skila inn endurnýjun marka sinna eða láta vita ef þau eiga að falla niður. Allir eigendur skráðra eyrnamarka og frostmarka í síðustu markaskrá 2012 áttu að hafa fengið bréf sent seinnipartinn í mars og skila átti inn fyrir 20.apríl.

Þið sem markavörður Árnessýslu hef ekkert heyrt frá vinsamlegast bregðist strax við.

Ef einhver hefur ekki fengið sent tilkynningu, vinsamlegast hafið beint samband við markavörð Árnessýslu.
Vinsamlegast tilkynnið skráð mörk í eigu látinna einstaklinga og þeirra með skráða búsetu erlendis.

Með sumarkveðju og von um skjót viðbrögð.
Markavörður Árnessýslu Lilja Loftsdóttir

Netfang | brunir@simnet.is
Sími | 847 8162 alla virka daga eftir kl 16:00


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

7. ágúst 2020 : Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu

Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu fyrir dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Húsnæðið þarf að vera að lágmarki 370 fermetrar að stærð, á einni hæð og með góðu aðgengi. 

Sjá nánar

4. ágúst 2020 : Sumar á Selfossi og kaffiboði fyrir 75 ára aflýst

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, sem fram átti að fara dagana 06.- 09. ágúst í ár hefur því miður verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica