Uppskeruhátíð frístunda- og menningarnefndar 2019
Hin árlega uppskeruhátíð frístunda- og menningarnefndar Árborgar verður haldin á Hótel Selfossi föstudaginn 27.des. kl. 19:30.
Tilkynnt verður kjör íþróttakonu og íþróttakarls Árborgar 2019 og afhentir styrkir úr Afreks-og styrktarsjóði Árborgar og íþróttafélaganna, þ.e. Umf. Selfoss, Umf. Stokkseyri, íþf. Suðra, Selfoss körfu, Golfklúbbs Selfoss, Hestamannafélaginu Sleipni og fleiri.
Hvatningaverðlaun veitt fyrir gott starf í þágu samfélagsins og afhentir styrkir fyrir afburðaárangur á árinu í yngri flokkum og almenningsíþróttum.
Ingólfur og Guðmundur Þórarinssynir spila og syngja fyrir gesti.
Hátíðin er öllum opin og allir hjartanlega velkomnir. Kaffiveitingar í boði.
Gleðilega hátíð
Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar.
Mynd: Elvar Örn og Perla Ruth, íþróttakarl og kona Árborgar 2018
