Menningarmánuðurinn október 2020
Menningarmánuðurinn október verður með breyttu sniði í ár, en ekki örvænta það verður nóg í boði fyrir alla aldurshópa!
Menningarmánuðurinn október hefst að fullu komandi fimmtudag með opnun í Listagjánni, kvöldtónleikum í Sundhöll Selfoss og opnu húsi hjá Félagi eldri borgara á Selfossi.
Í ár eru, þrátt fyrir takmarkanir, ótal viðburðir fyrir alla fjölskylduna skráðir í viðburðadagatal sveitarfélagsins og hvetjum við alla til að fylgjast vel með, þar sem nýir viðburðir verða kynntir út mánuðinn!
Málverkasýningar, tónleikar, námskeið, opin hús, listasmiðjur, kvöldvaka, pub quiz, greiningarfundur, leiðsögn og fleira og fleira.
Frítt er inn á alla viðburði í menningarmánuðinum nema annað sé tekið fram.
