Menningarmánuðurinn október 2025
Menningarmánuðurinn október haldinn í sextánda sinn í Sveitarfélaginu Árborg
Í ár verður Menningarmánuðurinn október haldinn í sextánda sinn í Sveitarfélaginu Árborg. Sem fyrr mun sveitarfélagið kynna fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa og verða viðburðir á víð og dreif um sveitarfélagið allan október mánuð.
Vinna er hafin við að fylla október af áhugaverðum viðburðum og hvetjum við áhugasama, sem standa að viðburðum í októbermánuði, að tengjast hátíðinni og bjóða þar með íbúum upp á enn meiri fjölbreytni.
Hægt er að senda upplýsingar á Heru Fjölnisdóttur | hera.fjolnis@arborg.is eða Margréti Blöndal | margretb@arborg.is Einnig er hægt að hringja í síma 480 1900 til að fá nánari upplýsingar.
Með von um góðar viðtökur,
Sveitarfélagið Árborg