Menningarviðurkenning Árborgar 2025
Sveitarfélagið Árborg endurvekur Menningarviðurkenningu Árborgar og veitir hana sunnudaginn 26. október í varðveisluhúsi Byggðasafns Árnesinga að Búðarstíg 22 á Eyrarbakka.
Viðurkenningin er veitt vegna framúrskarandi starfa í þágu menningarlífs í Árborg. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Menningarmánaðarins október.
Viðurkenningin verður veitt beint eftir viðburð Byggðasafnsins „Sögu horfinna húsa á Eyrarbakka púslað saman“ sem hefst kl. 14 en safnið tekur virkan þátt í menningarmánuði í ár sem áður og hefur boðið upp á viðburði í safnhúsum sínum alla sunnudaga í október.
Bæjarstjóri Árborgar, Bragi Bjarnason, mun veita viðurkenninguna fyrir hönd Bæjarráðs og eru allir íbúar velkomnir til þess að fagna með viðurkenningarhöfum.