Nafn á nýja íþróttahúsið á Selfossvelli
Sveitarfélagið Árborg hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að koma með tillögu að nafni á nýja íþróttahúsið á Selfossvelli. Nefndin vill gefa áhugasömum kost á að koma með ábendingar um mögulegt nafn.
Hægt er að setja inn ábendingar inn á Betri Árborg-nafn á nýja íþróttahúsið þar sem áhugasamir geta komið ábendingum á framfæri með einföldum hætti eða líkað við aðrar ábendingar.
Opið er fyrir ábendingar til mánudagsins 27. september nk. Nefndin mun hafa þær ábendingar sem berast til hliðsjónar við vinnu sína.
Hér er hægt að fá nánari upplýsingar um Betri Árborg
Myndin hér að neðan sýnir tillögu að heildaruppbyggingu Selfossvallar sem var samþykkt árið 2019 í Bæjarstjórn Árborgar. Íþróttahúsið sem verið er að taka í notkun er helmingurinn af "knatthúsinu".