Northern Lights - Fantastic Film Festival hefst á morgun 30. október á Stokkseyri
Northern Lights - Fantastic Film Festival verður haldin í 3ja sinn dagana 30. október til 2. nóvember í Fisherinn - Culture Center, Stokkseyri. Hátíðin sýnir yfir 50 alþjóðlegar „fantastic“ (ævintýri, fantasía, hrollvekja, vísindaskáldskapur, teiknimyndir) stuttmyndir sem keppa til veglegra verðlauna.
Þematengdir viðburðir hátíðarinnar eru t.d. Fantastic Film - Pub-quiz, Hrekkjavökubúningapartý, H.C. Andersen spjallborð og fjölskylduvænt Hrekkjavökubíó. Öll geta fundið eitthvað „fantastic“ við sitt hæfi.
Hátíðardagskrá
Frítt inn á alla viðburði og sýningar hátíðarinnar
Fimmtudagur 30. Október
18:30 - Opnunarathöfn NLFFF
Bæjarstjóri Árborgar, Bragi Bjarnason, setur hátíð formlega.
Kynning á dagskrá hátíðarinnar.
Léttar veitingar í boði & ljúf stemmning.
20:00 - Grill á svölunum (ef veður leyfir)
21:00 - Fantastic Film - Pub Quiz
Fantastic Film Pub-Quiz hátíðarinnar hefur alltaf slegið rækilega í gegn og færri komust að en vildu í fyrra! Geggjaðir vinningar í boði!
Föstudagur 31. október
15:20 - 16:30 - Sýningarprógram I (Fjölskylduvænt)
Hrekkjavökubíó, teiknimyndir og ævintýri! Allir krakkar eru hvattir til að mæta í búningunum áður en þeir fara í grikk og gott!
17:00 – 19:15 - Sýningarprógram II
20:15 - 22:30 - Sýningarprógram III
Laugardagur 1. Nóvember
11:00 - 13.30 - Sýningarprógram IV
14:00 - 15:00 - Spjallborð: „Fantastic“ handritasmíð – Að skapa heima handan veruleikans.
Komdu og taktu þátt í heillandi samtali við handritshöfunda og kvikmyndagerðarfólk sem þorir að ímynda sér það sem liggur handan hins hversdagslega.
15:30 – 17:45 – Sýningarprógram V
18:45 - 21:00 - Sýningarprógram VI
22:00 - Hrekkjavökubúningapartý!
Fyrir fullorðna? Já, er það ekki bara leyfilegt þar sem þetta er nú helgi hinnar allra heilögu messu. Óvættir og einhyrningar velkomnir
Sunnudagur 2. Nóvember
Frá ævintýrum til martraða!
Sunnudagur tileinkaður myrku ímyndunarafli H.C. Andersen, íslenskum bókmenntaarfi og „fantastic“ sagna- og kvikmyndagerð.
13:00 - Bröns / Danskt smurbrauðshlaðborð frá Matkráinni
Frítt fyrir hátíðarpassahafa.
14:00 - Frumsýning – Adorable Humans (2025) / Q&A
Fjögurra þátta dönsk safnmynd innblásin af sumum óhugnanlegustu hrollsögum H.C. Andersen.
16:30 - Spjallborð: H.C. Andersen / Frá ævintýrum til martraða
Spjallborð þar sem rætt er um áhrif íslensks bókmenntaarfs á Andersen og í kjölfarið, áhrif hans á komandi kynslóðir ævintýra- og hrollvekjuhöfunda.
19:00 - Lokaathöfn & Verðlaunaafhending
Dómnefndir tilkynna sigurvegara hátíðarinnar.
Samfögnuður.
Léttar veitingar í boði
21.00 - Hátíðarlok.
Hægt er að finna nánari upplýsingar á heimasíðu hátíðarinnar og fylgjast með samfélagsmiðlum fyrir nýjustu fréttir og viðburðauppfærslur.
www.fantasticfilmfestival.is
@northernlightsfantasticff
Facebook//NorthernLightsFantastic
