Hreinsistöð við Geitanes - Breyting á gildandi Aðalskipulagi Árborgar 2010-2030
Samkvæmt 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst tillaga að breytingu á gildandi Aðalskipulagi Árborgar 2010 - 2030:
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 16. febrúar 2022 að auglýsa breytingu á gildandi Aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 vegna hreinsistöðvar við Geitanes.
Sveitarfélagið Árborg áformar að reisa tveggja þrepa hreinsistöð fyrir fráveitu við Geitanes norðan við flugvöllinn á Selfossi. Markmið framkvæmdarinnar er að koma á hreinsun skólps frá Selfossi sem uppfyllir skilyrði laga og reglugerða, en í dag er skólp að mestu losað óhreinsað í Ölfusá. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér að iðnaðarsvæðið (s30 ) við Geitanes færist aðeins til vesturs en heildar stærð svæðisins verði óbreytt.
Samhliða aðalskipulagsbreytingu þessari er gert deiliskipulag þar sem nánari ákvæði eru m.a. sett um framkvæmdir, ásýnd og frágang. Vinna við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins stendur yfir og eru breytingar sem hér eru lagðar fram í samræmi við tillögu nýs aðalskipulags Árborgar 2022 - 2036.
Aðalskipulagstillagan liggur frammi til kynningar á skrifstofu Sveitarfélagsins Árborgar að Austurvegi 2, Selfossi og einnig á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67 Selfossi.
Aðalskipulagstillagan er auglýst frá 16. mars 2022 til og með 27. apríl 2022.
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 27. apríl 2022.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi, eða með tölvupósti á skipulag@arborg.is
Skipulagsgögnin má nálgast hér | Aðalskipulag Árborgar
Hlekkur á vefsjána | https://efla-engineers.maps.arcgis.com/apps/MapSeries/index.html?appid=fa544ada76bc46ebae7cd019892e5c12
Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.
Virðingarfyllst,
Anton Kári Halldórsson | skipulagsfulltrúi