Ný og áhugaverð sumarstörf fyrir námsmenn
Sveitafélagið Árborg auglýsir ný og áhugaverð sumarstörf fyrir námsmenn 18. ára og eldri. Störfin eru hluti af átaksverkefni stjórnvalda um að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Nánari upplýsingar: starf.arborg.is
Um er að ræða störf sem stuðla að nýsköpun innan sveitarfélagsins og fela í sér tækifæri fyrir námsmenn til að öðlast starfsreynslu á sínu fagsviði, t.d. fyrir nema í tölvunarfræði, sjúkraþjálfun, lögfræði, hönnun, garðyrkjufræði, verkfræði, tæknifræði, byggingafræði, félagsfræði, viðskiptafræði, ferðamálafræði, tómstunda- og félagsmálfræði, sagnfræði og mannauðsstjórnun:
- Vefsíðugerð og tenging kerfa
- Aukin virkni eldri borgara
- Félagsstarf eldri borgara
- Skjalavarsla hjá félagsþjónustu
- Yfirferð á reglum sveitarfélagsins
- Hönnun opinna svæða og nýfræmkvæmda
- Úttektir og umbætur á leiksvæðum
- Afstemmingar
- Skráning gagna hjá skipulagsdeild
- Markaðsefni menningar- og ferðaþjónustu
- Mannauðsferlar og rafrænt fræðsluefni
- Kortlagning þátttöku barna af erlendum uppruna
Skilyrði fyrir ráðningu er að námsmenn séu skráðir í nám að hausti 2021 eða skráðir í nám á vorönn 2021. Ráðningartími er 2,5 mánuður að hámarki. Umsóknarfrestur er til og með 12. maí n.k.
