Nýjar rannsóknarholur við Ölfusá
Selfossveitur hyggjast ráðast í borun á tveimur grunnum rannsóknarholum á næstu dögum.
Rannsóknarholurnar verða staðsettar í útjaðri Fosslands, við Ölfusá.
Markmið Selfossveitna með þessum rannsóknum er að bæta við vitneskju um þá jarðhitadreifingu sem nú er þekkt með það fyrir augum hvort finna megi nýtanlegan jarðhita sunnan Ölfusár.
Áætlaður verktími er 1 - 2 vikur.
Bestu kveðjur
Selfossveitur