Nýjar reglur í sundlaugum Árborgar
Kæru gestir sundlauga Árborgar! Frá og með 1. október munu nýjar reglur taka gildi í Sundhöll Selfoss og Sundlaug Stokkseyrar. Þessar breytingar eru gerðar með það að markmiði að tryggja betra öryggi og hreinlæti fyrir alla gesti okkar og bæta almenna upplifun í sundlaugum Árborgar.
Nýjar reglur eru eftirfarandi:
- Notkun munnpúða er með öllu óheimil - brot á þessari reglu varðar brottvísun.
- Handklæðaskylda í sauna - gestir eru beðnir um að sitja á handklæði í saunaklefa. Hægt verður að leigja handklæði í afgreiðslu sundlauga.
- Aldurstakmark í útiklefum er 16 ár - börn yngri en 16 ára mega nýta útiklefa á Selfossi ef þau eru í fylgd með fullorðnum.
- Nærföt eru bönnuð í sundlaugunum - af hreinlætis og heibrigðisástæðum.
- Af heilbrigðis- og öryggisástæðum verður svarta kaldapottinum lokað á Selfossi
Við biðjum ykkur vinsamlegast að virða þessar reglur og sýna skilning á breytingunum. Markmið okkar er að tryggja öruggt og ánægjulegt umhverfi fyrir alla gesti Sundlauga Árborgar.
Við þökkum ykkur skilninginn og hlökkum til að sjá ykkur í sundi.
Með kærri kveðju,
Sundlaugar Árborgar