Nýliðakynning fyrir sumarstarfsfólk Árborgar
Kynning á vinnustaðnum Árborg fór fram í Grænumörk á Selfossi.
Sumarstarfsfólk og nýlega ráðnir starfsmenn sveitarfélagsins fengu kynningu á fjölbreyttum starfssviðum Árborgar. Að kynningunni stóðu sviðsstjórar og mannauðsteymi sveitarfélagsins.
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Sigurður Þór Haraldsson, deildarstjóri, Berglind Harðardóttir frá mannauðsdeild, Helga María Pálsdóttir, bæjarritari og Hólmfríður Magnea Hákonardóttir starfsmaður frá upplýsinga- og tæknideild sveitarfélagsins kynntu sín svið og lýstu þeim ólíku verkefnum þau sinna daglega.
Í kjölfarið stýrðu Góð samskipti léttri verkefnavinnu sem leiddist út í hvernig draumavinnustaðurinn gæti litið út með augum nýs starfsfólks og hvernig nýr starfskraftur getur lagt sitt að mörkum til að ná góðum árangri í starfi.
Að lokum kynntu þau Tinni Kári Jóhannesson og Eva Ingólfsdóttir frá Góðum samskiptum mikilvægi þess að hafa áhrif innan vinnustaðarins.