Nýr aðstoðarskólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin í stöðu aðstoðarskólastjóra við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Hún var valin úr hópi sjö umsækjenda. Guðrún starfaði í fimm ár sem skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar og þar áður sem framkvæmdastjóri kennslu og þjónustu við Háskólann á Birfröst. Áður sinnti hún forstöðumennsku háskólagáttar og var verkefnastjóri á kennslusviði við Háskólann á Bifröst. Guðrún er með BSc gráðu í viðskiptafræði, MIB gráðu í alþjóðlegum viðskiptum og kennsluréttindi frá Háskólanum á Akureyri.