Nýr frístundavefur Árborgar kominn í loftið
Opnaður hefur verið nýr frístundavefur fyrir Sveitarfélagið Árborg. Vefurinn kemur í stað hins svokallaða "Sumarbæklings" sem hefur verið gefin út undanfarin ár.
Hægt er að komast inn á vefinn hérna: Frístundavefur Árborgar eða með því að setja inn eftirfarandi slóð www.fristundir.arborg.is.
Inn á vefnum eru allar helstu upplýsingar um námskeið og afþreyingu í sveitarfélaginu og nágrenni þess í sumar en markmiðið er að vefurinn muni í framhaldinu birta upplýsingar um flest allt frístundastarf og afþreyingarmöguleika í sveitarfélaginu allt árið fyrir alla aldurshópa. Íbúar ættu því að geta fundið allar upplýsingar á einum stað.
Undir hverju námskeiði eru upplýsingar um hvernig sé hægt að nálgast nánari upplýsingar og skrá sig á námskeiðið.
Ef þú ert með námskeið í gangi þá endilega sendu inn upplýsingar svo hægt sé að bæta þeim við inn á frístundavef Árborgar. Upplýsingar skal senda á gunnars@arborg.is.
