Nýr þjónustusamningur við Íslenska Gámafélagið undirritaður
Í lok júlí var skrifað undir nýjan þjónustusamning við Íslenska Gámafélagið um úrgangsþjónustu í Árborg.
Íslenska Gámafélagið átti lægsta tilboð í verkið. Verkefnin samanstanda af eftirfarandi þjónustuþáttum:
- Söfnun úrgangs úr ílátum við heimili og stofnanir
- Söfnun úrgangs úr gámum sem staðsettir eru við söfnunarstöð (gámasvæði)
- Söfnun úrgangs úr ílátum sem staðsett eru við grenndarstöðvar
- Leiga á gámum fyrir söfnunarstöð (gámasvæði)
Samstarf við Íslenska Gámafélagið hefur verið gott og bindur sveitarfélagið miklar vonir um áframhaldandi gott samstarf.
Nýr þjónustusamningurinn er til fjögurra ára með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum um eitt ár í senn.
Á myndinni eru Atli Marel Vokes sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar og Jón Þórir Frantzson forstjóri ÍGF við undirritun samningsins.