Nýr verkefnastjóri
Sigríður Magnea Björgvinsdóttir ráðin í nýtt starf verkefnastjóra stafrænnar þróunnar
Lokið er ráðningu verkefnastjóra stafrænnar þróunnar hjá Sveitarfélaginu Árborg. Alls bárust 21 umsókn um starfið en 3 drógu umsókn til baka. Við starfinu tekur Sigríður Magnea Björvinsdóttir. Sigríður Magnea hefur lokið MPM í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands, BS í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og kerfisfræði frá Háskóla Íslands.
Sigríður Magnea starfaði áður sem verkefnastjóri þróunarteyma hjá Five Degrees Software. Hún hefur m.a. starfað sem hugbúnaðarsérfræðingur og verkefnastjóri hjá upplýsingatæknideild Sjóvá og upplýsingatæknideild Íslandsbanka.
Sigríður Magnea mun hefja störf í byrjun janúar
